Leikir helgarinnar.

Um helgina mætir lið SA tvívegis liði Narfanna og verður leikið á föstudegi og laugardegi. Leikirnir fara fram í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 22.00 og leikurinn á morgun klukkan 18.00. Eins og lesa má reglulega í 24 stundum og sjá hérna á forsíðunni hjá okkur er markatala Narfamanna æði slök en þeir hyggja á stærri hluti strax á næsta keppnistímabili samanber þessari frétt. Tíminn einn mun leiða í ljós hvað úr verður en norðanmenn ætla sér örugglega stigin sex sem eru í boði og þar með tryggja stöðu sína á toppnum.

HH