Leikir helgarinnar.

Við minnum á leiki og mót helgarinnar. Í meistaraflokki eru það leikir SA-manna og SR-inga sem menn bíða eftir með eftirvæntingu. Ef norðanmenn eiga að vinna sér inn heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni verða þeir að vinna báða leikina á meðan SR-ingum dugir eitt stig úr báðum leikjunum til að rétturinn verði þeirra. Fyrri leikurinn er í kvöld föstudag og hefst klukkan 20.00. Á morgun hefst leikurinn klukkan 18.00 og að sjálfsögðu verða leikirnir í skautahöllinni fyrir norðan. Þess má geta að norðanmönnum hefur bæst við töluverður liðsauki, Tomas Fiala hefur hafið æfingar að nýju og svo eru Rúnar Rúnarsson og Ágúst Ásgrímsson jr.  mættir til leiks frá Danmörku. Ekki er annað vitað en að allir leikmenn séu heilir þó Stefán Hrafnsson og Björn Már Jakobsson séu eitthvað laskaðir eftir ferðina til Suður-Kóreu.

Í Laugardalnum verður líka nóg um að vera þegar kemur að íshokkí því um helgina fer fram helgarmót í 4. flokki. Mótið verður með sama sniði og önnur mót og dagskránna má sjá hér