Leikir helgarinnar.

Um helgina fara taka kvenna og 2. flokks lið Bjarnarins sig upp og halda til keppni við SA á Akureyri. Leikið verður laugardaginn 10.2. og fara leikirnir að sjálfsögðu fram í Skautahöll Akureyrar. Hjá konunum er þetta  allra síðasti sjens til að sýna sig fyrir Söruh Smiley landsliðsþjálfara sem hefur haldið einu sæti opnu varðandi val sitt á liðinu sem fer til Rúmeníu. Leikurinn hefst klukkan 17.00. Þess má geta að undirbúningur undir ferðina sem minnst var á hér að framan, er vel á veg kominn. Ferðaplön, fararstjórn og annað þess háttar allt að því klárt.

Seinni leikurinn er áætlaður klukkan 20.00 og þar leiða, rétt einsog í fyrri leiknum, saman hesta sína 2.flokks lið SA og Bjarnarins. Bjarnarmenn hófu tímabilið í þessum flokki af krafti en hafa undanfarið verið að gefa aðeins eftir. SA-mönnum á hinn bóginn hefur ekki gengið sem skyldi en hvað verður á eftir að koma í ljós. Semsagt íshokkíið er á Akureyri þessa helgina. Góða skemmtun.

HH