Leikir helgarinnar.

Í kvöld munu SR-ingar taka á móti liði Skautafélags Akureyrar í Laugardalnum. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Eftir hálf dapra byrjun, með tapi gegn Bjarnarmönnum í fyrsta leik, hafa SR-ingar verið að ná sér á strik. Því er enginn vafi að SA-menn eiga erfiðan leik fyrir höndum. SA-mönnum hefur hinsvegar bæst nokkur liðsauki, vegna brottfalls Narfamanna úr deildinni, og því fer að koma tími á að Akureyringar fari að sýna hvað í þeim býr. Strax að leik loknum mætast sömu lið í 3. flokki karla. Hægt er að lofa góðri skemmtun og ástæða til að hvetja fólk til að mæta í höllina.

HH