Leikir helgarinnar - umfjöllun

Nú er tæplega ár síðan Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar áttust við í úrslitakeppni íslandsmótsins á síðasta keppnistímabili. Það var því töluverður spenningur í þeim er þetta skrifar að sjá hvernig liðin væru stödd. Eins og staðan er núna eru mestir möguleikar á að þessi tvö lið leiki úrslitin aftur en Bjarnarmenn telja samt að þeir hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Það eitt er víst að SA-menn hafa tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni þetta árið en svo á eftir að koma í ljós hversu vel sá réttur reynist.

Fyrri leikurinn

 
Fyrri leikurinn sem fram fór á föstudagskvöldið  var jafn og spennandi en  endaði 4 – 5 Skautafélagsmönnum frá Akureyri í vil. Loturnar fóru 1 – 2, 1 – 0 og 2 – 3. Eins og sést á því hvernig loturnar fóru var leikurinn jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að sækja og fyrsta markið kom þegar um fjórar mínútur voru liðnar af leiknum og þar var Orri Blöndal að verki. SR-ingar svöruðu fyrir sig með marki frá Agli Þormóðssyni eftir stoðsendingu frá Gauta bróðir hans. Jón B. Gíslason sá hinsvegar til þess að norðanmenn færu í leikhlé markinu yfir. Í öðrum leikhluta náðu  SR-ingar að jafna og var þar að verki Daniel Kolar. Þetta var eina mark leikhlutans þrátt fyrir að skot á mark í þessum leikhluta væru ekkert færri en í hinum leikhlutunum. SR-ingar hófu þriðja og síðasta leikhlutann af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk leikhlutans og voru ar að verki Martin Soucek og Þorsteinn Björnsson og staða SR-inga orðin æði vænleg. Þrjú mörk frá norðanmönnum á sjö mínútum komu þeim hinsvegar í góða stöðu og þrátt fyrir að enn lifðu sex mínútur af leiknum náðu SR-ingar ekki að setja mark.
 

Skot á mark 8:12, 12:10, !3:12

Mörk og stoðsendingar SR:

 
Daniel Kolar 1/2
Egill Þormóðsson 1/0
Martin Soucek 1/0
Þorsteinn Björnsson 1/0
Gauti Þormóðsson 0/2
Þórhallur Viðarsson 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1
Steinar Páll Veigarsson 0/1
 
Brottrekstrar SR: 16 mín.
 
Mörk og stoðsendingar SA:
 
Birkir Árnason 1/1
Orri Blöndal 1/0
Jón B. Gíslason 1/0
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 1/0
Jakub Koci 0/1
 
Brottrekstrar SA: 30 mín.
 
Seinni leikurinn
 
Hafi fyrri leikurinn verið spennandi þar til yfir lauk þá var seinni leikurinn, sem fram fór á laugardagskvöldið, langt frá því. Leiknum lauk 2 – 8  SA-mönnum í vil og SR-ingar verða að fara að líta í eigin barm ef ekki á illa að fara þetta tímabilið. Lotur fóru 0 – 3, 2 – 2 og 0 – 3. Of langt mál er að telja upp hverjir voru að skora í leiknum en athygli vekur að af átt mörkum SA-manna voru sex þeirra gerð þegar SR-ingar voru einum manni færri. Það var eins og liðinu væri fyrirmunað að stilla upp í almennilega vörn og í eitt skiptið tók það norðanmenn heilar níu sekúndur að skora eftir að SR-ingurinn var kominn í boxið. Einnig virðist Ómar Smári vera í miklu stuði í SA-markinu þessa dagana og við því þurfa andstæðingarnir að finna svar ætil þeir sér að vinna norðanmenn.
 
Skot á mark: 16:17, 10:8, 20:10
 
Mörk SR:
 
Steinar Páll Veigarsson 2/0
Arnþór Bjarnason 1/0
Martin Soucek 0/1
 
Brottrekstrar SR: 42 mín.
 
Mörk SA:
 
Sigurður S. Sigurðsson 2/0
Björn Már Jakobsson 2/0
Jón B. Gíslason 1/2
Jacub Koci 1/2
Tomas Fiala 1/2
Andri Már Mikaelsson 1/0


Brottrekstrar SA: 14 mín.
 
HH