Leikir helgarinnar og fleira

Helgin framundan er þéttskipuð einsog stundum áður. Fyrst ber að nefna að SR-ingar taka á móti SA-mönnum í meistarflokk karla í á laugardagskvöldinu. Leikurinn er að sjálfsögðu í Laugardal og hefst klukkan 20.00. Eftir ágætis sprett fyrir jól hafa norðanmenn átt erfitt uppdráttar að undanförnu og því kominn tími á að þeir fari að spýta í lófana og sýna hvað þeir geta. SR-ingar hafa á hinn bóginn verið að bæta í og því mæta þeir sjálfsagt sigurvissir til leiks.

Ekki ekki meistarflokksleikurinn sá eini sem fer fram í Laugardalnum því um helgina fer fram Laugardalsmótið í 5-7 flokk. Dagskránn á mótinu má sjá hér.

Svo má líka geta þess að um þessa helgi funda forystumenn íshokkísambanda á norðulöndum hér í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem ÍHÍ sér um fundinn. Þetta er gríðarleg viðurkenning á okkar litla sambandi og þeim góðu tengslum sem tekist hefur að byggja upp við þessa frændur okkar. Finnland og Svíþjóð eru stórveldi á heimsmælikvarða þegar kemur að íshokkí, og svo hafa frændur okkar Danir og Norðmenn verið að skipa sér í hóp 16 bestu þjóða í heimi.

HH