Leikir helgarinnar - Frestun

Leik SR og SA í 2. flokki sem fara átti fram á morgun í Laugardalnum hefur verð frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Tilkynning um nýjan leikdag kemur síðar.

Um helgina verður svokallað Icelandaircup haldið í Egilshöllinni. Um er að ræða mót fyrir leikmenn sem komnir eru af léttasta skeiði en vilja fyrir alla muni halda áfram að spila íshokkí. Enginn vafi er á að þarna mun ríkja sannur ungmennafélagsandi og því um að gera að skella sér í Grafarvoginn. Dagskrá mótsins má finna hér.

Myndina tók Ólafur Ragnar Ósvaldsson

HH