Leikir helgarinnar

Um helgina fara fram tveir leikir í Íslandsmóti U20.  Skautafélag Akureyrar (SA) kemur til Reykjavíkur og heimsækir Skautafélag Reykjavíkur (SR) í kvöld, föstudagskvöld 23. nóvember  og hefst leikur kl 19:45.  Á laugardag er svo leikur í Egilshöll þegar Fjölnir-Björninn tekur á móti SA og hefst leikur einnig kl 19:45. 

Um helgina fer einnig fram barnamót U12, U10 og U8 eða 5.6. og 7. flokksmót.  Mótið heitir Bjarnarmótið og hefst kl 7:50 á  laugardagsmorgun.  

Helgarmót Bjarnarins