Leikir helgarinnar

Eins og sjá má í boxinu hérna til hliðar eru það liðsmenn Bjarnarins í meistaraflokki kvenna og 2. flokki sem stíga upp í rútuna og halda norður yfir heiðar til að etja kappi við Skautafélag Akureyringa. Nokkur getumunur hefur verið í kvennaleikjunum þennan veturinn en hafa ber í huga að máttarstólpar Bjarnarliðsins hafa verið meiddir.

Keppnin í 2. flokki þetta árið er jöfn og spennandi og því hægt að bóka spennandi leik hjá strákunum.

Kvennaleikurinn hefst klukkan 17.00 og leikurinn í 2. flokki klukkan 20.00.

HH