Leikir helgarinnar

Leikir helgarinnar eru tveir að þessu sinni og í báðum tilvikum eru það lið Skautafélags Reykjavíkur og lið Skautafélags Akureyrar sem mætast í öðrum flokki karla. Leikirnir fara fram í Skautahöllinni í Laugardalnum og á laugardeginum hefst leikurinn klukkan 19.00 og á sunnudeginum klukkan 10.00. Það er því fín upphitun áður en farið er til kirkju á sunnudeginum að rífa sig upp og horfa á góðan hokkíleik. Segja má að ef SR-ingar ætla sér að verða með í keppninni um íslandsmeistaratitilinn í þessum flokki þá verði þeir að fara að vinna leiki. Að sama skapi fara SA-menn, með sigri, nálgægt þvi að tryggja sér titilinn. Það er því mikið lagt undir i þessum leikjum og enginn vafi að hart verður barist.

HH