Leikir helgarinnar

Frá leik liðanna fyrir stuttu
Frá leik liðanna fyrir stuttu

Leikir helgarinnar eru tíu en þó fer einungis einn leikur fram í meistaraflokki en það er leikur SA Ásynja og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fer á Akureyri og hefst klukkan 20.15 á morgun laugardag.

Ásynjur hafa tyllt sér nokkuð örugglega í efsta sætið í deildinni á meðan SR-konur hafa átt í basli einsog undanfarin ár. Engin liðslisti hefur borist frá nörðanmönnum og því ekki vitað hvaða liði Ásynjur stilla upp á morgun. SR-liðið mun nota sér þær reglur sem eru í gildi um lánsmenn en koma sjálfsagt til með að sakna Öldu Kravec sem verður fjarverandi á morgun.

Hinir leikirnir níu sem minnst var á eru leikir sem leiknir verða í 4. flokks Bauta-móti sem fram fer á sama stað. Um er að ræða hraðbikarmót þar sem hver leikur er tuttugu og fimm mínútur. Fróðlegt verður að sjá hvernig tekst til með mót af þessu tagi.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH