Leikir fram að áramótum

Vegna þeirra leikja sem niður hafa fallið að undanförnu vegna óvenju slæms veðurfars á haustmánuðum hafa verið gerðar breytingar á leikjaskrá fram að áramótum og hefur breytt dagskrá þegar verið birt hér á vefnum.  Með þessum breytingum tekst að klára alla leiki og viðburði sem stefnt var á að klára fyrir áramót, en það er okkur mjög mikilvægt að eiga ekki of mikið af ókláruðum leikjum þegar við skautum inn í nýja árið.  Til áréttingar þá má sjá hér að neðan alla leiki frá deginum í dag til áramóta.
 
28. nóv.  Björninn - SR  mfl
2. des.  SA - Björninn mfl
2. - 3. des.  Brynjumót á Akureyri
5. des.  Björninn - SR  2. flokkur
8. des.  SR - SA  2. flokkur
9. des.  SA - Björninn  kvennaflokkur
16. des.  Björninn - SA  3. flokkur