Leikir dagsins.

Frá leik Víkinga og Bjarnarins fyrr á tímabilinu
Frá leik Víkinga og Bjarnarins fyrr á tímabilinu

Leikir dagsins að þessu sinni eru tveir og fara þeir báðir fram á Akureyri.

Fyrri leikur dagsins er leikur Ynja og SR í kvennaflokki. Leikur þessi var fyrirhugaður 29. desember sl. en var færður til í dagskrá. Ynjur unnu um síðustu helgi góðan sigur á Birninum og ætla sjálfasagt að bæta þeim 3 stigum sem í boði eru í safnið. SR-konur hafa hinsvegar átt á brattann að sækja allt tímabilið enda liðið nýtilkomið í deildarkeppni eftir að hafa legið  í dvala í fáein ár.

Síðari leikur dagsins hefst klukkan 19.30 en þá mætast Víkingar og Björninn í meistaraflokki karla. Liðin berjast nú harðri baráttu um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni en Björninn hefur eins stigs forskot á Víkinga sem eiga leik til góða.

Ef allt gengur að óskum verða báðir leikirnir í netlýsingu hér á síðu ÍHÍ.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH