Leikir dagsins

Nú er veðrið gengið niður á norður parti landsins og hægt að fara að ferðast milli landshluta sé varlega farið.

SA Ynjur og SR munu í dag klukkan 17.00 eigast við í meistaraflokki kvenna. Enginn vafi er á að hart verður barist enda liðin í sjónmáli við hvort annað á stigatöflunni. Ekki er alveg vitað hvernig liðsuppstillingin verður en bæði liðin eiga möguleika á breytingum þar.

Strax að kvennaleiknum loknum leika SA og SR í 2. flokki karla og þar verður líka tekist vel á.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH