Leikir dagsins 19. desember 2017

Björninn vs Umfk Esja
Björninn vs Umfk Esja

Tveir leikir eru í dag í íshokkí.

Hertz-deild karla heldur áfram með leik Bjarnarins og Umfk Esju. Hefst leikur kl 19:45 í Egilshöll.  Um er að ræða leik no 22 í mótaröðinni og er staðan í deildinni æsispennandi.  Bæði lið eiga góða möguleika á að komast í úrslitakeppni og hver leikur dýrmætur.  Fjölmennum í Egilshöll, sjoppan opin og fjölskylduvænn viðburður.

Á Akureyri fer fram einn 3.fl leikur, þegar SR sækir SA Jötna heim og er það leikur no 11 í mótaröðinni.  Leikur hefst kl 16:30.