Leikir

Eins og sjá má í dagskránni hérna til hliðar er leikur á dagskrá í kvöld. Þar er á ferðinni 2. flokkur Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins. Leikurinn hefst klukkan 20.30 og er í Laugardalnum. Á morgun snýst dæmið nokkuð við því þá leikur 3. flokkur félaganna og fer sá leikur fram í Egilshöllinni. Sá leikur hefst klukkan 19.00.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH