Leikheimildir

ÍHÍ staðfestir leikheimildir fyrir eftirtalda leikmenn

Fyrir Björninn, leikheimildir með fyrirvara til handa Alexei Ala-Lahti (FIN),  Conor White (AUS), Matthias Nordin (SWE) og Sergei Zack (ISR),. Tryggingargjald hefur verið greitt inn á reikning ÍHÍ en staðfesting frá IIHF hefur ekki enn borist því eru leikheimildir þessar gefnar út með þeim fyrirvara að komi athugasemdir frá IIHF eða frá heimalandi einhvers leikmannana mun ÍHÍ afturkalla viðkomandi leikheimild.

Fyrir Skautafélag Akureyrar, leikheimildir með fyrirvara til handa Michal Kobezda (SVK) og Marián Melvs (SVK). Tryggingargjald hefur verið greitt inn á reikning ÍHÍ en staðfesting frá IIHF hefur ekki enn borist því eru leikheimildir þessar gefnar út með þeim fyrirvara að komi athugasemdir frá IIHF eða frá heimalandi leikmannana mun ÍHÍ afturkalla viðkomandi leikheimild.

Minnt er á að áður hafi verið gefnar út leikheimildir (með fyrirvara) fyrir SR til handa Zdeněk Procházka (CZE) og Miroslav Krivanek (CZE).


Það tilkynnist jafnframt hér með að óskað hefur verið eftir félagaskiptum fyrir

Halldór Ásmundsson

frá Narfa til Bjarnarins

Narfi hefur staðfest skuldleysi leikmannsins við félagið og félagaskiptagjald  hefur verið greitt til ÍHÍ.
Leikmaðurinn er því löglegur með sínu nýja félagi.


F.h ÍHÍ

Bjarni Gautason