Leikheimild fyrir Guðmund Ragnar Björgvinsson

ÍHÍ hefur í dag borist staðfesting á félagaskiptum fyrir Guðmund Ragnar Björgvinsson frá Helsingborg Redskins til Skautafélags Reykjavíkur. Samkvæmt reglugerðum ÍHÍ hefur leikmaður sem reynir fyrir sér erlendis ávallt heimild til þess að koma til baka í sitt félagslið svo fremi að farið hafi verið eftir reglum IIHF um félagaskipti á milli landa. Þetta skilyrði er nú uppfyllt. Leikmaðurinn Guðmundur Ragnar Björgvinsson hefur því fengið leikheimild á Íslandsmóti karla frá deginum í dag að telja.
Guðmundur Ragnar á eftir að taka út leikbann sem hann flutti með sér frá fyrra tímabili, því getur umræddur leikmaður ekki leikið í leik kvöldsins þar sem að SR mætir Birninum í Skautahöllinni í Laugardal, þar sem að hann verður að taka út leikbann sitt.