Leikheimild

Fjölnir, íshokkídeild, hefur óskað eftir leikheimild fyrir Brynhildi Hjaltested leikmanni SR.

Beiðnin er í samræmi við reglugerð nr. 21, um tímabundna leikheimild í meistaraflokki kvenna.

Gjald hefur verið greitt fyrir tvo leiki, málsaðilar eru samþykkir.

Leikheimildin gildir fyrir tvíhöfða helgarinnar, SA-Fjölnir leikir nr. 6 og 18.