Leik að ljúka - Narfi 6 - Björninn 5 og leikið aftur í fyrramálið

Rétt í þessu var leik Bjarnarins og Narfa frá Hrísey að ljúka í Egilshöllinni með naumum sigri gestanna í Narfa, 6 - 5. Þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir var Narfi yfir 5-4 og það var síðan Sergei Zak sem að jafnaði þegar rétt um tvær mínútur voru eftir, en Bjarnarmenn sóttu með miklum þunga. Það var síðan Sigurður Sveinn Sigurðsson sem skoraði sigurmark Narfa í hraðaupphlaupi (break away) þegar rétt um mínúta var eftir af leiktímanum. Narfa mönnum að tryggja sigur þrátt fyrir gríðarlega pressu frá Bjarnarmönnum. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir fjölmarga áhorfendur því að bæði lið sýndu mjög skemmtilega spretti.
 
Seinni leikur liðanna verður í Egilshöll í fyrramálið sunnudag kl. 10:15