Landsliðsþjálfari karla

Tim Brithén
Tim Brithén



Stjórn Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) hefur gengið frá ráðningu Tim Brithén sem aðalþjálfara fyrir landslið karla. Næsta verkefni liðsins er þátttaka í a-riðli 2. deildar á Heimsmeistaramóti karla sem fram fer í Serbíu í apríl nk. Tim er 35 ára gamall Svíi sem hefur starfað sem þjálfari  í Svíþjóð frá árinu 2002. Tim er þekktur fyrir hraðan og leiftrandi sóknarleik án þess þó að gæðum varnarleiksins sé fórnað. Tim hefur hæstu gráðu sem þjálfarar geta fengið hjá Sænska Íshokkísambandinu og hefur þjálfað lið bæði í yngri og eldri flokkum. Hann hefur m.a. verið yfirþjálfari hjá Linköping Íshokkí Akademíunni. Hjá Linköping þjálfaði Tim m.a. Emil Alengaard sem er einn af burðarásum Íslenska landsliðsins. Undirbúningur liðsins er þegar hafinn og væntir stjórn ÍHÍ mikils af störfum Tims.


HH