Landsliðsþjálfarar ráðnir

Íshokkísamband Íslands hefur gengið frá ráðningu landsliðsjálfara þriggja landsliða fyrir komandi tímabil.  Ed Maggiacomo mun stjórna U20 og karlalandsliðinu, líkt og hann gerði í fyrra, og Sergei Zak mun stjórna U18 ára landsliðinu.
 
Þjálfaranna bíður krefjandi verkefni í vetur.  Karlaliðið mun keppa í 2. deild og halda alla leið til S-Kóreu að þessu sinni og U20 sem einnig er í 2. deild fer til Rúmeníu í desember.  U18 ára liðinu bíður það verkefni að komast upp úr 3. deild en til þess þarf liðið að halda alla leið til Pekíng í Kína í mars.  Endanlega dagsetningar mótanna verða ekki ljósar fyrr enn á haustþingi IIHF.