Landsliðssíður

Næstu daga og vikur fer að fjölga fréttum er varða landsliðin og þá sérstaklega þau landslið sem eru að halda á HM. Þær fréttir eru allar undir tenglunum sem eru hérna vinstra megin á síðunni. Gert er ráð fyrir að fundað verði með foreldrum í byrjun næstu viku ásamt því að handbókin kemur út einsog ævinlega fyrir svona ferðir. Verið er að vinna að undirbúningi fjáröflunar og vonandi verður hægt að koma með ákveðin svör varðandi hana síðar í dag.

HH