Landsliðsmál

Þrátt fyrir að haustþingi IIHF sé lokið eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi þátttöku íslenskra liða á HM á núverandi keppnistímabili. Ef við byrjum á U18 ára liðinu þá sögðu Írar, sem höfðu tekið að sér mótið, sig frá mótinu. Á endanum varð að samkomulagi að Tyrkir tækju mótið, staðsetning hefur ekki verið ákveðin þar sem mótshaldarar eru að athuga með skautahöll í Istanbul. Varðandi
U20 ára liðið þá varð niðurstaðan sú að Norður-Kórea sótti um mótið og fékk. Málið er nú til skoðunar hjá stjórn ÍHÍ en gert er ráð fyrir að mótið klárist rétt fyrir jól. Taka þarf tillit til lengdar ferðalags og þess erfiðleikastigs sem fylgir því að ferðast til Norður-Kóreu.
Varðandi kvennalandsliðið þá sótti enginn um mótið og því dvínandi líkur á að mótið verði haldið. Þó hefur málið ekki alveg verið gefið upp á bátinn en það mun fljótlega koma í ljós hver endanleg niðurstaða verður.
Að endingu er það karlalandsliðið en þar er staðan alveg óbreytt, þ.e. haldið verður til Serbíu og spilað í Novi Satr.

HH