Landsliðsbúningar

Á tveggja ára fresti hefur ÍHÍ möguleika á að breyta landsliðsbúningum sínum, þ.e. að segja útliti þeirra. Þetta er gert á vorþingi á Alþjóða Íshokkísambandsins og ætíð farið vandlega yfir hvort áhugi sé fyrir breytingum eður ei. Að þessu sinni var ekki gerð breyting á útliti búningsins en þó var skipt af hluta til um efni í honum. Undir handarkrika var sett efni sem gefur betri öndun. Gaman er að bera saman 10 ára gamla búninga sem við eigum til og þá allra nýjustu því þeir gömlu eru líkastir lopapeysum miðað við þá nýju. Hér má sjá mynd af nýja búningnum.

HH