Landsliðsæfingabúðir

Helgina 1 - 3 nóvember eru fyrirhugaðar æfingabúðir landsliða í Reykjavík. Þrjú landslið munu taka þátt í búðunum. Þ.e. landslið karla og kvenna ásamt U20 ára landsliðinu.

Konurnar munu leika fjóra leiki sem allir fara fram í Egilhöllinni. Leikirnir eru hluti af viðmiklu æfinga- og leikjaplani fyrir kvennalandsliðið sem leikur á HM-móti sem fram fer í Reykjavík á nk. ári.

Æfingabúðir hjá karlaliðinu og liði skipað leikmönnum 20 ára og yngri verður með svipuðu fyrirkomulagi og hefur verið undanfarin ár, þ.e. æfingar á ís, fundir og ýmiskonar próf á ástandi leikmanna. Fljótlega verða birtir listar á heimasíðunni með nöfnum þeirra leikmanna sem boðið er í búðirnar ásamt ýtarlegri dagskrá fyrir búðirnar.

Stjórn ÍHÍ hefur samþykkt að sami háttur verði hafður á og hefur verið undanfarin ár varðandi styrki til þeirra leikmanna sem ferðast í æfingabúðir. Þ.e. greiddar eru kr. 5.000.- pr. leikmann gegn framvísun reiknings fyrir útlögðum kostnaði.

Fyrstu æfingabúðir hjá landsliði skipuðu leikmönnum 18 ára og yngri eru síðan fyrirhugaðar milli jóla og nýárs. 

HH