Landsliðsæfingabúðir

 

Gert er ráð fyrir landsliðsæfingabúðum hjá U18 ára og karlalandsliði um komandi helgi. Fyrir nokkru voru leikmannalistar birtir fyrir bæði U18 og karlaliðið og þeir leikmenn sem ekki ætla að mæta hvattir til að láta vita af því.

Unnið er að því að koma á pressuleik, þ.e. leik milli karlalandsliðsins og pressuliðs. Ekki er vitað nákvæmlega um mönnun pressuliðsins, sem er í umsjón Gunnlaugs Thorodssen, en það ætti að liggja ljóst fyrir á fyrripart dags á morgun.

Hafist verður handa á ís um kvöldmatarleytið á föstudeginum og ætti búðunum að ljúka um hádegi á sunnudaginn. Nánari dagskrá verður birt hér á síðunni á morgunn.

HH