Landsliðsæfing U18 drengja

Landsliðsúrtak U18 mun mæta á landsliðsæfingu um næstu helgi á Akureyri. 

Rúnar Eff Rúnarsson landsliðsþjálfari hefur nú þegar látið hópinn vita. Dagskrá helgarinnar er á facebook síðu hópsins.

Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) styrkir allt landsliðsfólk um kr 15.000.- á móti flugkostnaði milli landshluta. 

ÍHÍ er mótfallin því að drengirnir keyri sjálfir á milli landshluta.

Ef foreldrar vilja, þá getur ÍHÍ útvegað bílaleigubíla, með því skilyrði að fullorðinn keyrir. T.d 9 manna bíll.

Foreldrasíða allra landsliða er hér, https://www.facebook.com/groups/foreldrar 

Landslið U18 drengja stefnir á þátttöku á heimsmeistaramóti IIHF í Istanbúl - apríl næstkomandi.