Landsliðinu hefur borist liðsstyrkur

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast í hús að tveir leikmenn hafa bæst í landsliðshópinn.  Þar er um að ræða tvo íslenska bræður sem búið hafa í Svíþjóð og æft og spilaði íshokkí frá ungaaldri.  Þeir heita Dennis og Robin Hedström, Dennis er markmaður en Robin sóknarmaður.  Dennis kemur þá inn í landsliðið og ver markið með Ómari Smára Skúlasyni en Robin kemur sterkur inn í sóknina, en hann spilar í efstu juniora deild í Svíþjóð.
 
Dennis er fæddur árið 1987 og Robin árið 1989 og það er næsta víst að þeir munu styrkja landsliðið umtalsvert í komandi átökum í Ástralíu í apríl.