Landsliðæfingabúðir um helgina

Um helgina hefur Sergei Sak, þjálfari U18 ára landsliðsins boðið til æfingabúða og stendur hópurinn nú í 25 leikmönnum.  Eftir þessar æfingabúðir verður hópurinn skorinn niður í endanlegan hóp, eða 20 leikmenn.  Það styttist óðum í keppnina en þessir leikmenn munu halda alla leið til Kína eftir rétt um mánuð, en keppnin fer fram í Pekíng að þessu sinni.
 
Allar helstu upplýsingar um þetta lið s.s. dagskrá helgarinnar auk ýmissa upplýsinga um komandi keppni má finna hér á U18 linknum til vinstri á síðunni.