Landslið.

Á milliþingi Alþjóða íshokkísambandsins var endanlega gengið frá HM-mótum keppnistímabilsins. Á næstunni munu nánari fréttir koma á hvern landsliðstengil sem er hér vinstra meginn á síðunni en töluverðar breytingar voru gerðar á þeim deildum sem íslenska liðið leikur í. Eins og kom fram í frétt hérna fyrr í haust, hækkaði íslenska karlaliðið sig á heimslistanum, þ.e. fór úr 40. sæti upp í það 37. Þess býður nú erfitt ferðalag og erfiður riðill en hérna koma leikstaðir íslensku liðanna:

Karlalandsliðið. Newcastle, Ástralía.
Kvennalandsliðið. Ciuc Miercurea, Rúmenía.
U20 karlalandslið. Canazei, Ítalía.
U18 karlalandslið. Izmit, Tyrkland. 

HH