Landslið U20 - Jussi Sipponen

Jussi Sipponen þjálfari U20
Jussi Sipponen þjálfari U20

Jussi Sipponen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U20 í íshokkí. Jussi Sipponen var fæddur í Naantali, Finlandi þann 17. september 1980 og hefur verið búsettur á Akureyri síðustu árin. Jussi er landsþekktur innan íshokkíhreyfingarinnar á Íslandi, hefur meðal annars þjálfað meistaraflokk karla og kvenna Skautafélags Akureyrar og var þjálfari kvennalandsliðsins í íshokkí síðustu tvö árin.

Jussi Sipponen mun velja landslið U20 innan örfárra vikna og er stefnt að landsliðsæfingum U20;

  • 8.-10. desember 2017 og
  • 6.-7. janúar 2018.

Heimsmeistaramót U20 fer fram í Sofia, Búlgariu þann 22.-28. janúar 2018.  Þátttakendur að meðtöldu Íslandi eru Ástralía, Kína, Nýja Sjáland, Ísrael og Búlgaría.

Íshokkísamband Íslands minnir alla hugsanlega U20 landsliðsmenn í íshokkí að skrá niður hjá sér landsliðsæfingarnar. Desember æfingarnar lenda í miðjum prófum hjá námsmönnum og nú ber að skipuleggja sig vel með þessar æfingar í huga.

ÍHÍ óskar Jussi Sipponen til hamingju með þjálfarastöðuna og nú verður gaman að fylgjast með okkar drengjum í náinni framtíð enda hugur í okkur að komast uppúr þriðju deildinni.

Áfram Ísland.