Landslið U18 kvenna

Íshokkísamband Íslands hefur ákveðið að bæta við einu landsliði, landslið kvenna U18.

Landsliðið mun taka þátt í heimsmeistaramóti U18 kvenna sem haldið verður í Tyrklandi 22. -27. janúar 2022.  Skautahöllin er í bænum Kocaeli um klukkustundar akstur frá flugvellinum í Istanbul.

Landsliðsþjálfarar verða Sarah Smiley og henni til aðstoðar Alexandra Hafsteinsdóttir.

Þátttökuþjóðir auk Íslands verða Tyrkland, Mexíco Nýja Sjáland og Lettland. 

Undirbúningur fyrir heimsmeistaramótið er að hefjast og munu landsliðsþjálfarar velja úrtakshóp sem mun koma til æfinga á næstunni.