Landslið U18 - Heimsmeistaramótið í Búlgaríu

Landslið U18 í íshokkí hefur verið síðustu daga á landsliðsæfingu í Bratislava, Slóvakíu. 

Landsliðið spilaði æfingaleik á móti Mexikó og gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 6-4. 

Landsliðshópurinn flaug frá Bratislava til Búlgaríu í dag og tekur svo þátt í 2019 IIHF U18 World Championship Div III.

Mánudaginn 25. mars hefst heimsmeistaramótið í Sofíu, Búlgaríu og fyrsti leikur Íslands er á móti Búlgaríu í opnunarleik mótsins.

Leikur Íslands hefst kl 20:00 á staðartíma eða kl 18:00 á Íslenskum tíma.

Streymi  frá leiknum má finna á heimasíðu alþjóðaíshokkísambandsins, ýta hér ásamt margvíslegum upplýsingum um liðin og tímasetningar leikja.

Landslið U18 2019;

Jóhann Björgvin Ragnarsson      Kári Arnarsson
Patrekur Orri Hansson Víggo Hlynsson
Markús Máni Ólafarson Mikael Skúli Atlason
Orri Grétar Valgeirsson Unnar Hafberg Rúnarsson
Gunnar Aðalgeir Arason Þorgils Máni Eggertsson
Mikael Hansson Helgi Þór Ívarsson
Stígur Hermannsson Aspar Axel Snær Orongan
Hinrik Örn Halldórsson Heiðar Gauti Jóhannsson
Hákon Marteinn Magnússon Róbert Máni Hafberg
Baltasar Ari Hjálmarsson                               . Atli Þór Sveinsson                                                      .

 

Þjálfarar;  Alexander Medvedev og Miloslav Racansky

Fararstjórn; Eggert Steinsen, Ari Gunnar Óskarsson, Hermann Haukur Aspar og Sveinn Björnsson