Landslið karla til Ástralíu.

Nú um klukkan 19.00 er karlalandslið Íslands í íshokkí að lenda á flugvellinum í Sydney í Ástralíu. Liðið lagði upp í ferðalagið í gærmorgun en mæting var á flugvöllinn klukkan 05.30. Tveir leikmenn lentu í vandræðum vegna mótmæla vörubílstjóra á Reykjanesbraut en sem betur fer náðu þeir á völlinn í tíma. Ferðalagið er því orðið ansi langt en flogið var fyrst til Lundúna, þar stoppað í u.þ.b. tíu tíma og síðan aftur farið í loftið og nú með viðkomu í Singapúr á leið til Sydney. Í Sydney verður áð fram á sunnudag, æft og leikið en mótið hefst síðan á mánudag.

Leikmenn:
Ómar Smári Skúlason
Birkir Árnason
Björn Már Jakobsson
Trausti Bergmann
Guðmundur Björgvinsson
Þórhallur Viðarsson
Jón Gíslason
Emil Alengard
Daði Örn Heimisson
Birgir Hansen
Stefán Hrafnsson
Steinar Grettisson
Úlfar Jón Andrésson
Gunnar Guðmundsson
Steinar Páll Veigarsson
Ingvar Þór Jónsson
Dennis Mikael Hedström
Karl Erik Daniel Eriksson
Robin Sebastian Hedström
Jónas Breki Magnússon
Fararstjórn:
Sigurður S Sigurðsson Fararstjóri
Sveinn Björnsson Þjálfari
Richard Eiríkur Tahtinen Aðst. Þjálfari
Gauti Arnþórsson Læknir
Helgi Valsson Tækjastjóri


HH