Landslið karla - æfingaáætlun.

Nú er unnið að því að koma saman úrtöku og æfingahelgi fyrir karlalandsliðið. Eins og stundum áður gengur misjafnlega vel að fá ístíma en vonandi rætist úr þegar líður á vikuna. Heildarramminn, þ.e. dagsetningar og þessháttar, liggur fyrir þó gera verði einhverja fyrirvara með tímasetningar einstakra æfinga. Skráin með æfingatímum verður líka í Karlalandslið tenglinum hérna vinstra meginn á síðunni til að auðvela mönnum að finna skránna.

Myndin var tekin af karlalandsliði Íslands sem keppti á HM í Suður-Kóreu 2007.

HH