LANDSLIÐ ÍSLANDS U20

U20 Dunedin Nýja Sjáland (mynd Árni Geir)
U20 Dunedin Nýja Sjáland (mynd Árni Geir)

U20 landslið okkar í íshokkí er á leið heim eftir frábæra ferð til Dunedin, Nýja Sjálandi, þar sem þeir unnu bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í 3 deild.  Liðið kláraði HM með snilldartöktum sem erfitt verður að leika eftir.

Glæsilegur árangur eftir langa og stranga ferð og piltarnir enduðu mótið með stórsigri á landsliði Nýja Sjálands. Strákarnir áttu frábæra tveggja vikna ferð saman, vinskapurinn, keppnisandinn og frábær liðsheild er það sem stendur uppúr og ekki skemmir það fyrir að hafa bronsið um hálsinn og verðlaunagripinn í farteskinu. Aðdáunarvert er að sjá svona flottan hóp ungra manna saman kominn, sem eru fulltrúar Íslands á erlendri grundu.

Fararstjórinn Árni Geir Jónsson og tækjastjórinn Eggert Steinsen eru mjög ánægðir með sitt lið, bæði á æfingum, í keppni og utanvallar. Við megum öll vera stolt af því að eiga svona frábæran hóp, sem er fyrirmynd ungra leikmanna og kvenna og gerir okkur öll mun áhugsamari um íshokkí og framtíð íþróttarinnar á Íslandi.

Þjálfararnir Magnus Blarand og Emil Alengaard eru sáttir og munu nú halda áfram að þjálfa og þróa íshokkí á Íslandi.  Emil fer nú að hugsa um U18 sem fer til Serbíu í mars og Magnus snýr sér að meistaraflokki karla sem stefnir á Rúmeníu í apríl næstkomandi.

Innilega til hamingju drengir, þið voruð og eruð frábærir í alla staði.  Áfram Ísland.

 

KG