Landslið Íslands

U20 ára landslið Íslands í Istanbul í janúar 2010                                                               Mynd: Björn Geir Leifsson


Gengið hefur verið frá hverjir munu þjálfa íslensku landsliðin á þessu keppnistímabili.

Þeir eru:

  • Olaf Eller – karlalandslið
  • Richard Tahtinen – kvennalandslið
  • Josh Gribben -  U20 landslið
  • Sergei Zak – U18 ára landslið

Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort og hverjir munu verða þjálfurunum til aðstoðar.

Unnið er að skipulagningu æfingabúða fyrir hvert lið en samkvæmt mótaskrá er gert ráð fyrir æfingu um þarnæstu helgi á Akureyri , þ.e eftir átta daga.

Lögð verður áhersla á U20 landsliðið á næstu æfingu þar sem það er það lið sem fyrst heldur til keppni.  Unnið er að undirbúningi fyrir ferðina en um langan veg er að fara.  Ljóst er því að ferðakostnaður verður all nokkur en vonir standa til að fljótlega verði hægt að fara yfir það með þeim leikmönnum sem valdir verða.

HH