Landslið

Við viljum vekja athygli á því að undirsíður þeirra landsliða sem eru í gangi eru orðnar virkar. Á karlalandsliðssíðunni má m.a. finna frétt um stuttar æfingabúðir sem haldnar verða sunnudaginn 22. nóvember n.k. Einnig má sjá þar hópinn sem valinn hefur verið í búðirnar og sjálfsagt á eftir að bætast þar við á komandi vikum.

Björn Geir Leifsson læknir U20 liðsins sendi okkur líka línu þar sem hann hvetur leikmenn og fararstjórn liðsins til að láta bólusetja sig bæði fyrir svínaflensu og venjulegri flensu eins fljótt og mögulegt er. Bólusett er á heilsugæslustöðvum og er mönnum bent á að hafa samband og panta tíma þar. Bólusetningin þarf að fara fram í allra síðasta lagi tveimur vikum fyrir brottför. Björn Geir sagði einnig í bréfkorninu að ef einhverjar spurningar væru varðandi bólusetningar eða annað frá leikmönnum eða forráðamönnum þeirra væri þeim velkomið að hafa samband við sig. Senda þarf póst á ihi@ihi.is til að fá númerið hjá Birni Geir.

Við minnum einnig á að þeir landsliðsmenn sem nota astmalyf og önnur lyf sem geta verið eftirlitsskyld hjá íþróttamönnum að þeir þurfa að láta vita af því á ihi@ihi.is svo hægt sé að fylla út nauðsynlega pappíra.

Myndin er tekin í Novi Sad í Serbíu og er í eigu Péturs Maack

HH