Landslið

Í maí sl. voru teknar ákvarðanir á þingi Alþjóða íshokkísambandsins um hvar og hvenær heimsmeistaramót næsta keppnistímabils yrðu haldin. Eins og menn muna féll U20 mótið í karlaflokki niður á síðasta ári þar sem fá lið virtust hafa áhuga á að sækja Norður-Kóreu heim. Að þessu sinni eru það hinsvegar Tyrkir sem sóttu um mótið og verður það haldið í janúar, stuttu eftir nýár. Andstæðingar okkar á mótinu eru:

Nýja-Sjáland
Ástralía,
Tyrkland,
Búlgaría
Norður-Kórea 
Taipei.

Röðunin hér að ofan er eftir styrkleika og er íslenska liðið í öðru sæti á styrkleikalistanum. Josh Gribben, þjálfari og leikmaður hjá Skautafélagi Akureyrar hefur tekið að sér þjálfun liðsins en U20 liðið er það lið sem ávallt heldur fyrst til keppni á HM.

Þjálfarar annarra landsliða á vegum ÍHÍ munu verða þeir sömu og á síðasta ári en við segjum nánari fréttir af landsliðum fljótlega.

HH