Landliðið gegn Fálkunum í dag

Í dag kl 18:00 mætir kvennalandslið Íslands liði Fálkanna frá Kanada.  Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri en Fálkarnir hafa dvalist þar síðan á þriðjudaginn.  Fálkarnir hafa nú þegar unni bæði Björninn og SA og nú er að sjá hvernig þeim gengur gegn bestu leikmönnum beggja liða.  Þetta er í fyrsta skiptið sem landsliðið okkar spilar hér á landi og því um að gera að skella sér í höllina og verða vitni að sögulegum viðburði.