Lagabreytingar

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Á síðastliðnu Íshokkíþingi voru gerðar breytingar á lögum ÍHÍ.

Til að breyting á lögum sérsambands innan ÍSÍ gangi í gegn þarf að senda framkvæmdastjórn ÍSÍ lögin til yfirlestrar og samþykktar. 

Um var að ræða breytingu á 10. gr. laga sambandsins en inn í greina kom:

Tilkynningar um framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu ÍHÍ eigi síðar en 2 vikum fyrir Íshokkíþing. Stjórn ÍHÍ er heimilt að framlengja framboðsfrest um eina viku. 

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur nú samþykkt breytinguna. Lög ÍHÍ má finna hér.

HH