Kynning á leikreglum.

Við viljum vekja athygli á að ÍHÍ fékk nýlega senda dvd diska frá IIHF þar sem kynntar eru hluti af leikreglum í íshokkí. Diskarnir heita Dangerous Actions - Video Clips and Comments og Definititon and Disallowing of a Goal. Protection of goalkeepers. Sambandið hefur þegar dreift diskum til hvers og eins félags en einnig á sambandið þrjá diska sem það getur lánað út í stuttan tíma í senn. Diskarnir geta verið gagnlegir jafnt fyrir dómara sem leikmenn. Hægt er að fá þá lánaða með því að hringja í Hallmund í síma 822-5338. Eins og kemur fram í frétt hér að framan er útgáfa uppfærðar reglubókar langt á veg kominn og ástæða til að hvetja leikmenn til að lesa bókina.

HH