Kynning á hokkí

Með hverju árinu sem líðu reyna aðilarfélög ÍHÍ ásamt sambandinu að auka kynningu á íþróttinni. Sem dæmi má nefna er fyrirhugaður kynningardagur á hokkí þann 5. september sem öll félögin taka þátt í. SR-ingar eru með í undirbúningi kynningu þar sem herjað verður á verslanaglaða íslendinga. SA-menn hafa einnig kynningu á prjónunum fyrir norðan. Bjarnarmenn ætla sér líka stóra hluti og á youtube má rekast á kynningu frá þeim. Það er gleðiefni fyrir íþróttina hversu mikla áherslu félögin leggja á að fá inn unga nýliða og ekki síður að æfingar þeirra verða markvissari með hverju árinu sem líður.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH