Kylfutækninámskeið

Dagana 7 - 9 september mun Skautafélagið Slappskot halda námskeið í kylfutækni (stickhandling). Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja bæta hjá sér kylfutækni og mun Sean Skinner koma frá Bandaríkjunum til að hafa yfirumsjón með námskeiðunum. Skinner hefur víðtæka reynslu úr hokkíheiminum sem leikmaður, þjálfari og fyrirlesari. Nánari kynningu um námskeiðið má finna á heimasíðu Slappskots og á Skinner Hockey.

HH