Kvennanefnd

Fyrir stuttu fundaði kvennanefnd ÍHÍ. Á fundinum var margt að ræða enda spennandi hlutir framundan í kvennahokkíinu. Á síðasta tímabili tefldu SA fram a og b liði í kvennaflokki og munu gera það áfram á komandi tímabili. Skautafélag Reykjavíkur tilkynnti svo lið til keppni fyrir komandi tímabil og þrátt fyrir að líklegast verði á brattann að sækja hjá þeim þá verður einhverstaðar að byrja. Rætt var um á fundinum hvernig styrkja mætti lið SR-inga en einnig var rætt hvernig mætti fá fleiri stelpur í íþróttina. Síðast en ekki síst var HM-mót kvenna sem fyrirhugað er að halda í lok mars á næsta ári rætt enda mikil tilhlökkun yfir mótahaldinu.

Kvennanefnd ÍHÍ skipa: Margrét Ólafsdóttir, Hanna Rut Heimissdóttir, Sarah Smiley, Sigrún Kaya Eyfjörð og Sigríður Guðmundsdóttir sem átti ekki heimangengt á fundinn.

HH