Kvennamót

Í þessum skrifuðu orðum stendur yfir opið kvennamót með þátttöku kvenna á öllum aldri. Mótið hófst í Laugardalnum í gærkvöld en var síðan framhaldið í Egilshöllinni í morgun. Líklega er um að ræða stærsta kvennamót sem hér hefur verið haldið.

Mótið er einnig tilvalið til þess að efla félagsandann milli þeirra kvenna sem æfa íshokkí á Íslandi þá er blandað í liðin úr öllum félögunum.  Að spila mót af þessu tagi gefur nýliðum frábært tækifæri til þess að spila alvöru leiki með leikreyndari liðsmönnum og er því mikilvægur liður í framþróun íþróttarinnar.  

Dagskrá mótsins má sjá hér og liðskipan liðanna hér.   HH