Kvennaliðið fer á Heimsmeistaramót

Alþjóða Íshokkísambandið hefur nú staðfest að Heimsmeistaramót kvenna í 4. deild muni fara fram, og keppnisstaður að þessu sinni er Rúmenía.  Ísland keppir nú í 4. deild ásamt fimm öðrum þjóðum; Nýja Sjálandi, Rúmeníu, Króatíu, Tyrklandi og Eistlandi.  Keppnin mun fara fram í litlum bæ í norðurhluta Rúmeníu, Miercurea Ciuc, sem er að sögn gestgjafanna Mekka íshokkííþróttarinnar  í landinu.

Keppnin mun fara fram dagana  26. Mars – 1. Apríl 2007 og leikjaskrá íslenska liðsins er sem hér segir;

26. mars  Ísland – Nýja Sjáland
27. Mars  Ísland – Rúmenía
28. Mars   Frídagur
29. Mars  Ísland – Króatía
30. Mars  Ísland – Tyrkland
31. Mars  Frídagur
1. Apríl   Ísland – Eistland

Þetta mun verða í annað skiptið sem Ísland sendir kvennalið á Heimsmeistaramót en síðast keppti liðið fyrir tveimur árum síðan í Nýja-Sjalandi.  Mótið verður án efa spennandi og reikna má með jöfnum viðureignum.