Kvennaleikur SA - Björninn; 4 - 2

Í gærkvöldi mættust SA og Björninn í seinni viðureign sinni í þessum tvíhöfða sem fram fór á Akureyri um helgina.  Í fyrstu lotu var hart barist og líkt og í viðureigninni kvöldið áður var mikið jafnræði með liðunum.  Ekkert mark var skorað fyrr enn í 2. lotu þá færðist líf í tuskarnar og SA skoraði 3 mörk á móti 1 marki Bjarnarins.  Síðasta lotan fór svo 1 - 1 og því lokastaðan 4 - 2.  Þá er þremur leikjum lokið á þessu tímabili í kvennaflokki og hefur SA unnið 2 og Björninn 1.

Mörk/stoðsendingar SA:

Sarah Smiley 1/2
Hrund Thorlacius 1/1
Jóhanna Ólafsdóttir 1/0
Linda Sveinsdóttir 1/0

Brottvikningar SA: 8 mín.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/1
Hanna Rut Heimisdóttir 1/0
Vala Stefánsdóttir 0/1

Brottvikningar Björninn 2 mín.
 
Meðfylgjandi mynd tók Ásgrímur Ágústsson hirðljósmyndari Skautafélag Akureyrar.