Fyrsti keppnisdagur

Með jákvæðni að leiðarljósi
Þá hefst alvaran hér hjá okkur úti í Rúmeníu. Í kvöld er fyrsti leikur íslenska liðsins og er hann við heimaliðið. Stelpurnar okkar eru núna á æfingu og má segja að hópurinn sé vel stilltur saman fyrir komandi átök.
 
Eins og  áður hefur komið fram þá gekk ferðalagið hingað ágætlega og allur farangur skilaði sér. Við lentum í tímahraki í Frankfurt enda full stutt á milli fluga þar. Hópurinn var samstilltur og röskur og þetta náðist með því að vélin þurfti að bíða eftir okkur og við fórum í loftið 15 mínútum á eftir áætlun.  Rútan sem við fengum rúmaði ekki allar töskurnar svo þær fóru í rútu sem var að bíða eftir Suður Afríku stelpunum, þær komu um hálftíma á eftir okkur á hótelið. Við vorum svangar og þyrstar á leiðinni og var stoppað fyrir okkur í bensínsjoppu þar sem við gátum keypt að borða og drekka. Þegar við hins vegar komum á hótelið þá beið eftir okkur þar þriggja rétta máltíð en þá var klukkan um 23. Eitthvað lítið var hreyft við matnum á diskunum í þetta sinn, allavega hjá sumum. Í ljós kom að herbergjaskipan var ekki eins og við vorum búin að áætla, fengum 3ja manna herbergi í stað tveggja og bara 3 eins manns, Því þurfti að endurraða að einhverju leyti í herbergin en það vafðist ekki fyrir hinum jákvæðu ferðalöngum og eru öll herbergin nema eitt á sömu hæð á hótelinu.
Í gær var rólegur dagur, mjög gott veður og allir í góðum gír. Stelpurnar áttu ágæta æfingu, með allveg helling af áhorfendum og strangri öryggisgæslu því það var deildarleikur fyrir fullu húsi í kjölfarið og farið að hleypa inn meðan á æfingunni stóð. Eins og við var að búast eignuðust einhverjar áhugasama aðdáendur!
 
Við erum bjartsýnar á gott gengi í þessari keppni, erum að analysera hin liðin og nokkuð sáttar við það sem við höfum séð.